20. feb. 2019

Bæjarráðsfundur skipaður konum

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 19. febrúar sl. háttaði þannig til að allir nefndarmenn voru konur.

  • Bæjarráðsfundur Garðabæjar skipaður konum
    Frá vinstri: Jóna Sæmundsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Áslaug Hulda Jónsdóttir, Valborg Ösp Á Warén, Björg Fenger og Sigríður Hulda Jónsdóttir.

Bæjarráð Garðabæjar fundar vikulega á þriðjudagsmorgnum í ráðhúsi Garðabæjar á Garðatorgi. Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Fulltrúar í ráðinu eru kjörnir til eins árs í senn.  

Í bæjarráði sitja fimm aðalmenn sem eru skipaðir úr hópi bæjarfulltrúa. Á fundum bæjarráðs situr jafnframt bæjarstjóri og stjórnendur sviða bæjarins. Fundargerðir bæjarráðs eru birtar samdægurs á vef bæjarins. 

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 19. febrúar sl. háttaði þannig til að allir nefndarmenn voru konur.  Þær sem voru mættar á fundinn voru Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður og auk þess sat fundinn Valborg Ösp Á Warén bæjarfulltrúi.