4. des. 2020

Bæjarstjórn í beinni

Fimmtudaginn 3. desember sl. var 18. fundur bæjarstjórnar Garðabæjar á þessu ári og fundinum streymt í beinni útsendingu í fyrsta sinn.

Undanfarið hafa fundir bæjarstjórnar Garðabæjar verið haldnir á fjarfundaformi vegna neyðarstigs almannavarna tengt Covid-19 faraldrinum.  Fimmtudaginn 3. desember sl. var 18. fundur bæjarstjórnar Garðabæjar á þessu ári og fundinum var streymt í beinni útsendingu í fyrsta sinn.  Útsendingin fór fram í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar en jafnframt var hægt að horfa á útsendinguna í gegnum vef Garðabæjar.  

Hér fyrir neðan má sjá upptökuna frá fundi bæjarstjórnar 3. desember sl.

18. fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 2020

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17.  Hefðbundnir fundir eru haldnir í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu en amk um sinn verða þeir áfram á fjarfundaformi þar til samkomutakmörkunum verður aflétt.  

Fundargerðir bæjarstjórnar og annarra nefnda má nálgast hér.

Hljóðupptökur eldri funda bæjarstjórnar Garðabæjar má nálgast hér .