29. nóv. 2024

Bærinn að komast í jólabúning

Nú er unnið hörðum höndum að því að skreyta bæinn.

  • Jólatrén sem fara á opin svæði víða um bæ koma ýmist úr görðum íbúa og frá skógræktarfélagi Garðabæjar.

Garðabær er smátt og smátt að komast í jólabúning en starfsfólk áhaldahússins vinnur nú hörðum höndum að því að skreyta bæinn.

„Við erum með skreytingar í lifandi trjám við íþróttamiðstöðina Ásgarð og við Aktu Taktu-hornið, einnig við Jónshús og við Bæjarbraut neðan Dalsbyggðar,“ segir Sigurður Hafliðason, forstöðumaður í áhaldahúsi Garðabæjar.

Þá er búið að skreyta staura á Vífilstaðaveg og efst og neðst við Bæjarbraut.

Á Álftanesi er búið að skreyta staura á Bessastaðahringtorgi, á Suðurnesvegi og á Norðurnesvegi, einnig inn Breiðamýri. Þá er unnið að því að koma skrauti á 20 staura við Urriðaholtsstræti. Fallegir vafningar prýða staura á Garðatorgi. Samskonar skraut er á staurum við Álftanesskóla.