31. mar. 2025

Bætt aðgengi að kósíhúsinu

Búið er að helluleggja ramp við innganginn að kósíhúsinu á Garðatorgi.

Búið er að helluleggja ramp við innganginn að kósíhúsinu á Garðatorgi og þannig bæta aðgengi að því.

Þá er ansi vorleg stemning í húsinu en blómaskreytingar og grænar plöntur setja svip á það.

Í kósíhúsinu er hægt að setjast niður og eiga huggulega stund og fylgjast með mannlífinu á torginu. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér kósíhúsið, það er opið frá 07:00 til 19:00.