Bætt aðgengi með votlendispöllum
Votlendispallarnir munu brúa dældir við flæðimýrar á útivistarstíg í Vífilsstaðahrauni.
Nú stendur yfir vinna við gerð votlendispalla í fólkvangi Vífilsstaðahrauns. Votlendispallarnir munu brúa dældir við flæðimýrar á útivistarstíg (Selstíg) í Vífilsstaðahrauni og tryggja almenningi gott aðgengi að svæðinu til útivistar.
Á mynd fyrir neðan má sjá hvar votlendispallarnir munu liggja.
Við biðjum gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um friðlandið að sýna sérstaka aðgát í kringum framkvæmdasvæðin og fara hægar yfir eftir atvikum.
Búið er að setja upp upplýsingaskilti vegna vinnunnar á tveimur stöðum, sitthvorum megin við framkvæmdarsvæðið. Áætluð verklok eru haust 2025.
Verkefnið var valið í íbúakosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær.