Betri tenging á milli hesthúsahverfa í Garðabæ og Hafnarfirði
Framkvæmdir við nýjan reiðstíg á milli hesthúsahverfa í Garðabæ og Hafnarfirði eru hafnar. Um 2,5 km langan stíg er að ræða. Með honum fæst tenging yfir í Hafnarfjörð um núverandi reiðgötur við Smyrlabúð.
Framkvæmdir við nýjan reiðstíg á milli hesthúsahverfa í Garðabæ og Hafnarfirði eru hafnar. Um 2,5 km langan stíg er að ræða.
Nýr reiðstígur liggur frá Grunnuvatnaskarði um Ljóskollulág og niður Vífilsstaðahlíð og tengist þar reiðstíg í Urriðakotshrauni. Með honum fæst tenging yfir í Hafnarfjörð um núverandi reiðgötur við Smyrlabúð.
Þessi reiðstígur er liður í uppbyggingu á stígakerfi í upplandi Garðabæjar. Nýr stígur kemur í staðin fyrir reiðstíginn sem nú liggur með fram Flóttamannavegi frá Smalaholti að bæjarmörkum við Hafnarfjörð, en eldri stígur verður af öryggisástæðum aflagður og nýja tengingin kemur í hans stað.
Á kafla fer stígurinn í gegnum friðland Vífilsstaðavatns en liggur þá að mestu um lúpínubreiðu eða mel. Framkvæmdir eru gerðar í samráði við Náttúruverndarstofnun.
Fyrirhuguð verklok eru vor 2025.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir legu nýs reiðstígs.