4. mar. 2019

Björgun álftar við Urriðavatn tókst vel

Álft sem haldið hefur til á Urriðavatni með hálfa áldós fasta á goggnum er laus við dósina. 

  • Fuglafræðingur klippir áldósina af álftinni.
    Fuglafræðingur klippir áldósina af álftinni.

Álft sem haldið hefur til á Urriðavatni með hálfa áldós fasta á goggnum er laus við dósina. Fuglafræðingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands gerðu tilraun til að handsama álftina í morgun, mánudaginn 4. mars, en hún færði sig þá út á vatnið og ógerlegt var að ná til hennar.

Starfsmenn Garðabæjar voru í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og kölluðu til aðila með gúmmíbát. Fuglafræðingur fangaði álftina með háf og klippti dósina lausa af goggnum. Því næst var álftin sett í þar til gerða spennitreyju fyrir fugla og flutt í Húsdýragarðinn . Þar mun hún verða skoðuð af dýralækni og fá þá aðhlynningu sem hún þarfnast til að ná fyrri kröftum þannig að hægt verði að hleypa henni aftur út í náttúruna.

Álftin fönguð með háf við Urriðavatn.Álftin orðin laus við áldósina.Fuglafræðingur skoðar álftina við Urriðavatn.Fuglafræðingur á leið með álftina í Húsdýragarðinn.