1. júl. 2019

Blásarasveit Tónlistarskólans tók þátt í spænskri tónlistarhátíð

Þann 18. júní síðastliðinn fór blásarasveit á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar til Calella á Spáni í tónleika- og skemmtiferð.

  • Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
    Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar

Þann 18. júní síðastliðinn fór blásarasveit á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar til Calella á Spáni í tónleika- og skemmtiferð. Í Calella er haldin tónlistarhátíð ár hvert, þar sem margar hljómsveitir og tónlistarhópar víðsvegar að úr Evrópu koma saman, halda tónleika og sýna afrakstur sinn.

Þrjár getuskiptar blásarasveitir, auk stórsveitar, eru starfandi innan Tónlistarskóla Garðabæjar og sveitin sem fór til Spánar er skipuð hljóðfæraleikurum á aldrinum 13-18 ára eða þeim sem lengst eru komnir í sínu hljóðfæranámi. Ferðalagið var vikulangt og kom hljómsveitin fram á ýmsum stöðum undir stjórn Guðmundar Vilhjálmssonar og Braga Vilhjálmssonar. Ferðin var ákaflega vel heppnuð og allir voru kátir og glaðir við heimkomuna.

Þess má geta að Blásarasveitin fékk styrk úr Hvatningarsjóði ungra listamanna, sem er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar, til að halda tónleika í Vídalínskirkju í lok maí sem liður í undirbúningi fyrir tónleikaferðina.