22. jan. 2021

Boðið upp á Jazzhrekk fyrir grunnskólanemendur

Það ríkti sannkölluð gleði föstudaginn 22. janúar þegar fyrstu skólahóparnir í langan tíma komu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund til að njóta fyrsta flokks jazztónlistar í skemmtilegri framsetningu. 

  • Jazzhrekkur í Tónlistarskóla Garðabæjar
    Jazzhrekkur - tónleikar fyrir grunnskólanemendur í sal Tónlistarskóla Garðabæjar

Það ríkti sannkölluð gleði föstudaginn 22. janúar þegar fyrstu skólahóparnir í langan tíma komu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund til að njóta fyrsta flokks jazztónlistar í skemmtilegri framsetningu. 

Draugar og forynjur, köngulær og nornir flugu um sviðið en Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugs píanóleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari fluttu hágæða dagskrá fyrir 1.-4. bekkinga í Garðabæ. Jazzhrekkur er yfirskrift tónleikanna en alls er boðið upp á níu tónleika fyrir grunnskólanemendur í salnum og þeim lýkur dagana 25. og 27. janúar nk.  Tónleikarnir eru hluti af menningardagskrá sem hefur verið skipulögð fyrir leik- og grunnskólabörn í Garðabæ.