24. okt. 2019

Book Space á Bókasafni Garðabæjar

Elín Hansdóttir, myndlistarmaður setti nýlega upp verkefnið Book Space í Bókasafni Garðabæjar. Verkefnið hefur verið í gangi síðan árið 2006 í samstarfi við opinber bókasöfn víðsvegar í Evrópu. 

  • Book space í Bókasafni Garðabæjar
    Book space í Bókasafni Garðabæjar

Elín Hansdóttir, myndlistarmaður setti nýlega upp verkefnið Book Space í Bókasafni Garðabæjar. Verkefnið hefur verið í gangi síðan árið 2006 í samstarfi við opinber bókasöfn víðsvegar í Evrópu. 

Verkefnið samanstendur af u.þ.b. 2000 hvítum auðum bókum sem settar eru í hillur á einum stað á bókasöfnum. Á Garðatorgi eru bækurnar hjá græna sófanum, í kaffihorninu, unglingadeild og Átthagastofu. Gestum er boðið að fylla þær út að eigin vild á bókasafninu en líka er hægt að fá bækurnar lánaðar í viku í senn. 

Fólk á öllum aldri fyllir bækurnar út, stundum með handskrifuðum sögur, klippimyndum, uppskriftum eða skoðunum svo fátt eitt sé nefnt. Vonin er sú að að bækurnar verði einn daginn að safni hugmynda, skoðanaskipta og tjáningar okkar tíma, eins konar gagnvirk þjóðsaga.

Bækurnar hafa verið á flakki í Þýskalandi, Belgíu, Spáni og hér á Íslandi hafa þær verið settar upp á Borgarbókasafninu, Þjóðarbókhlöðunni, Bókasafni Listaháskóla Íslands og bókasafninu á Litla Hrauni. Bækurnar voru síðast á Bókasafni Kópavogs í hálft ár. Hugmyndin er sú að bækurnar muni halda áfram að ferðast um landið og safna innihaldi næstu árin.

Garðbæingar eru hvattir til að kíkja á bókasafnið og fylla út bækurnar.