Börn á Álftanesi tendruðu jólaljósin á Bessastöðum
Börn úr yngstu bekkjum Álftanesskóla og leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti aðstoðuðu forsetahjónin við að tendra jólaljós á trám við forsetasetrið.
-
Börn úr yngstu bekkjum Álftanesskóla og leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti aðstoðuðu forsetahjónin við að tendra jólaljós á trám við forsetasetrið.
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku á móti hópi barna úr yngstu bekkjum Álftanesskóla og leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti á Bessastöðum og nutu aðstoðar þeirra við að tendra jólaljósin á tveimur glæsilegum jólatrjám sem standa fyrir utan forsetasetrið.
Börnin töldu niður og fengu þannig ljósin tendruð, svo sungu þau og dönsuðu í kringum trén ásamt forsetahjónunum við undirspil harmónikuleikarans Margrétar Arnardóttur.
Loks buðu Halla og Björn börnunum upp á heitt kakó og piparkökur sem vakti mikla lukku.
Nú svífur jólaandinn yfir vötnum á Bessastöðum.
Boðið var upp á kakó og jólakökur.