6. maí 2019

Börnin hreinsuðu leikskólann sinn

Börn og kennarar í leikskólanum Bæjarbóli létu sitt ekki eftir liggja þegar kom að þátttöku í hreinsunarátaki Garðabæjar. 

  • Hreinsunardagur á Bæjarbóli
    Hreinsunardagur á Bæjarbóli

Börn og kennarar í leikskólanum Bæjarbóli létu sitt ekki eftir liggja þegar kom að þátttöku í hreinsunarátaki Garðabæjar. Þar tóku allir þátt  og voru börn frá öllum deildum með að hreinsa til í nánasta umhverfi leikskólans. 

Sumir tóku með sér fötur til að setja ruslið í til að spara plastpoka en svo fengu allir sér hressingu eftir vinnuna. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu sem lýkur nú á miðvikudaginn 7. maí nk. 

Hreinsunardagur á BæjarbóliHreinsunardagur á Bæjarbóli