4. júl. 2019

Breytingar á daggæslu

Daggæslan sem starfrækt hefur verið í Holtsbúð 85 í Garðabæ flytur um set að Norðurtúni 4 á Álftanesi.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Daggæslan sem starfrækt hefur verið í Holtsbúð 85 í Garðabæ flytur um set að Norðurtúni 4 á Álftanesi. Þar mun Stella Ósk Sigurðardóttir dagforeldri bjóða áfram upp á þjónustu við börn og foreldra. Með henni verður Þórey Daníelsdóttir en Stella mun verða í forsvari fyrir starfssemina. 

Stella er Garðbæingum vel kunn en hún hefur starfað sem dagforeldri í 20 ár og hefur því mikla reynslu á þessum starfsvettvangi.