22. ágú. 2018

Breyttur afgreiðslutími Ásgarðslaugar

Breyting verður á afgreiðslutíma í Ásgarðslaug um helgar frá og með 25. ágúst.

  • Opnun Ásgarðslaugar
    Ásgarðslaug opin á ný eftir endurbætur!

Breyting verður á afgreiðslutíma í Ásgarðslaug um helgar frá og með 25. ágúst.

Ákveðið var í vor að gera tilraun í sumar með lengri afgreiðslutíma í sundlaugina í Ásgarði. Opið var til kl. 22:00 virka daga og um helgar. Nú þegar haustar styttist opnunartíminn um helgar aftur og verður opið til kl. 18:00. Áfram verður opið til 22:00 virka daga, frá mánudegi til föstudags. Hætt er að hleypa ofan í laugina 30 mín fyrir lokun.  

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar þriðjudaginn 21. ágúst var samþykkt að áfram verði ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára í sundlaugar Garðabæjar í anda yfirlýsingar um að Garðabær sé heilsueflandi samfélag.  Bæjarráð vísaði til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019 að kanna nánar kostnaðarauka við lengdan opnunartíma sundlaugar um helgar. 

Opið í Ásgarðslaug:

Mánudaga til föstudaga kl. 06:30 - 22:00
Laugardaga til sunnudaga kl. 08:00 - 18:00