11. des. 2018

Brunavarnaáætlun kynnt í bæjarráði

Á fund bæjarráðs Garðabæjar í morgun, 11. desember mættu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Ingveldur Lára Þórðardóttir, skrifstofustjóri SHS og kynntu þau samþykkta brunavarnaáætlun.

  • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnti samþykkta brunavarnaráætlun
    Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnti samþykkta brunavarnaáætlun

Á fund bæjarráðs Garðabæjar í morgun, 11. desember mættu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Ingveldur Lára Þórðardóttir, skrifstofustjóri SHS og kynntu þau samþykkta brunavarnaáætlun.

Áætlunin er sett á grundvelli laga um brunavarnir og markmið hennar er að tryggja að slökkviliðið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Brunavarnaáætlunin á að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Fram kom á fundinum að Garðabær er vel í sveit sett þegar kemur að viðbragðsflýti slökkviliðsins. Við bestu aðstæður er viðbragðstími í Garðabæ innan marka í 97% tilvika þ.e. styttri en 10 mínútur. Á álagstíma er viðbragðstíminn innan marka í 78% tilvika, þ.e. styttri en 10 mínútur en útkallstíminn í Garðabæ er innan við 15 mínútur í 100% tilvika.

Brunavarnaáætlun SHS


Ny-brunav.aetl_.-945x385

Stjórn SHS undirritaði nýja brunavarnaáætlun fyrr á árinu.