24. júl. 2024

Burstabærinn Krókur er opinn á sunnudögum

 Burstabærinn Krókur á Garðaholti er opinn alla sunnudaga í sumar frá kl. 11:30-15:30 og aðgangur er ókeypis. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.

  • Krókur sumarmynd
    Burstabærinn Krókur á Garðaholti

Eins og undanfarin ár er opið hús alla sunnudaga frá kl. 11:30-15:30 í sumar í burstabænum Króki á Garðaholti.  Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjörgu Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985.

Tilvalið er að fara í göngutúr um Garðaholtið og koma við í Króki í leiðinni einnig er hægt að leggja bílum við samkomuhúsið á Garðaholti (Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu) við gatnamót Garðavegar og Garðaholtsvegar.

Sjá nánari upplýsingar um Krók hér.

Sumarmessur í Garðakirkju

Í sumar er bærinn Krókur í samstarfi við Sumarmessur í Garðakirkju og alla sunnudaga í sumar verður messa í Garðakirkju kl. 11. Að lokinni sumarmessu verður boðið upp á veitingar í hlöðunni við Krók og jafnvel óvæntar uppákomur. Krókur er í göngufæri frá Garðakirkju.

Sumarmessur í Garðakirkju er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, þ.e. Ástjarnar-, Hafnarfjarðar-, Víðistaða-, Bessastaða-, Vídalíns- og Fríkirkjunnar.