10. des. 2021

Byggingarréttur í Vetrarmýri - Opnun tilboða

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsti í byrjun nóvember til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ. 

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsti í byrjun nóvember til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ. Óskað var eftir tilboðum fyrir 30. nóvember sl. og tilboð voru opnuð þann sama dag á skrifstofu Íslandsbanka, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Tilboðin voru kynnt fyrir bæjarráði sl. þriðjudag og var bæjarstjóra ásamt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka falið að vinna málið áfram.

Vetrarmýri er 20 hektara byggingarland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs.
Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetrar af fjölbýli og 36.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki. Í þessum fyrsta áfanga voru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut. Reiknað með að gatnaframkvæmdir í þessum áfanga hefjist á árinu 2022 og lóðir verða afhentar haustið 2022.

Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Vífilsstaðalandi. Við gerð deiliskipulagsins var horft til góðra tenginga við stofnbrautina Reykjanesbraut, almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga og nálægðar við útivistarperlur. Auk þess er aðgengi að nálægri samfélagsþjónustu eins og skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum o.fl. mjög gott.

Tilboð frá eftirfarandi aðilum voru opnuð:

Nafn og kennitala Reitur 1 Reitur 2 Reitur 3 Reitur 4 Reitur 5 BH 5b BH 7b Allt
Þarfaþing hf. 432.000.000            
Arnarhvoll 757.440.000 957.320.000         3.281.897.000
Klapparholt ehf. 594.072.000            
Vetrarfell 831.600.000 619.000.000 452.600.000 301.600.000 564.800.000    
Úlfarsás ehf. 585.387.000 737.343.000 120.000.000        
S8 ehf. 589.000.500 741.894.500          
Byggingarfél. Gunnar og G 758.835.000 837.476.000          
Flotgólf ehf. 798.460.000 1.003.000.000 412.000.000 306.000.000 515.000.000 85.000.000 105.000.000
Litluvellir ehf. 693.792.000 830.193.600          
Fasti eignarhaldsf. 766.060.000 964.900.000          
GG verk 708.500.000            
Dverghamrar ehf. 360.000.000 455.000.000          
ÞG verktakar 825.000.000 1.095.000.000 330.000.000 385.000.000