14. maí 2024

Byggingarréttur lóða í Kumlamýri

Garðabær óskar eftir tilboðum í byggingarrétt eftirfarandi lóða

  • Kumla

Garðabær óskar eftir tilboðum í byggingarrétt eftirfarandi lóða.

  • Kumlamýri 5-7
  • Kumlamýri 17-19
  • Kumlamýri 21-23
  • Kumlamýri 6-8

Einstaklingar og lögaðilar geta gert tilboð í lóðirnar og þurfa tveir einstaklingar saman að gera tilboð í hverja samliggjandi parhúsalóð og eru sameiginleg ábyrgir fyrir greiðslu byggingarréttargjalds.

Tilboð í byggingarrétt hverrar lóðar þarf að berast í lokuðu umslagi til tilgreinds söluaðila fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 30. maí 2024 og gilda til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. júní 2024. Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar kl. 08:00 þriðjudaginn 4. júní 2024.

Allar nánari upplýsingar hér í skilmálum og hjá söluaðilum:

SÖLUAÐILAR

  • Fasteignasalan Torg, Garðatorgi 5, Garðabæ
  • Garðatorg eignamiðlun, Suðurhrauni 10, Garðabæ
  • Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, Reykjavík
  • Fasteignasalan Miklaborg, Lágmúla 4, Reykjavík