5. jan. 2021

Dælustöð við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds

Miðvikudaginn 6. janúar nk. verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds á vegum Samveitu Garðabæjar. Ekki er talið ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog á meðan og næstu daga á eftir.  

  • Dælustöð við Arnarnesvog

Miðvikudaginn 6. janúar nk. verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds á vegum Samveitu Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að viðhald standi yfir frá kl. 8:00 til 17:00 á miðvikudeginum.

Ráðleggingar til íbúa

Ekki er talið ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog á meðan dælustöðin er á yfirfalli. Ráðlegt er að fresta slíkum ferðum á miðvikudeginum og næstu daga á eftir.

Starfsmenn Garðabæjar munu fylgjast með framgangi verksins og hafa eftirlit með fjörum eins og kostur er.