6. feb. 2019

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, miðvikudaginn 6. febrúar.

  • Listadagar í leikskólanum Lundabóli
    Listadagar í leikskólanum Lundabóli

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, miðvikudaginn 6. febrúar en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Í leikskólum hefst mikilvægt upphaf menntunar hjá börnum. Á Degi leikskólans er vakin athygli á landsvísu á námi barna, kennsluháttum og uppeldisfræðilegum áherslum á fjölbreyttan hátt. 

Hver leikskóli í Garðabæ mótar sína dagskrá í tilefni dagsins og býður uppá viðburði, fyrir áhugasama er gott að fara á vefi leikskólanna og kynna sér hvað sé í boði.