8. feb. 2019

Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 9. febrúar

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í mörgum tónlistarskólum landsins

  • Tónlistarnæring
    Miðvikudaginn 7. febrúar koma þær Margrét Hrafnsdóttir söngkona, Pamela De Sensi flautuleikari og Katia Catarci hörpuleikari fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi. Ókeypis aðgangur.

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í mörgum tónlistarskólum landsins. Í ár er haldið upp á daginn laugardaginn 9. febrúar.

Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu og eins að styrkja tengsl við nærsamfélagið.

Samspil er meginþema á Degi tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Garðabæjar og bera tónleikar dagsins þess glöggt merki. Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans þar sem fram koma hljómsveitir, sampilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar.
Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

Öll dagskráin fer fram í húsnæði skólans að Kirkjulundi 11, laugardaginn 9. febrúar. Dagskráin hefst kl. 10.30 og lýkur kl. rúmlega 15.00.

Tónleikar verða haldnir kl. 10:30, 11:00, 11:30, 13:00, 13:30, 14:00 og 14:30.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir