1. okt. 2019

Dale Carnegie námskeið fyrir ungmenni í Garðabæ

Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ.

  • Garðaskóli

Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ.   Dale Carnegie námskeiðið fer fram í húsnæði Garðaskóla og er haldið einu sinni í viku í um 8 vikur.  Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 3. október nk og enn er hægt að skrá sig á námskeiðið.  Námskeiðið er krefjandi og skemmtilegt, ýtir undir frumkvæði, eflir leiðtogahæfileika og eykur sjálfstraust.  Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu og læra margar aðferðir sem hjálpa til við að sýna frumkvæði, hvatningu og jákvæðni. 

Námskeiðið er niðurgreitt fyrir þátttakendur vegna samstarfssamningar Garðabæjar og Dale Carnegie.  Á meðfylgjandi upplýsingablaði má sjá nánari upplýsingar um námskeiðið, verð fyrir námskeiðið í Garðabæ og upplýsingar um skráningu.