3. nóv. 2021

Drög að lýðræðisstefnu -leitað eftir umsögnum

Nú hafa drög að endurskoðaðri lýðræðisstefnu Garðabæjar litið dagsins ljós en stefnan var unnin af þverfaglegum starfshópi starfsmanna í samráði við fjölskylduráð Garðabæjar. Leitað er til bæjarbúa eftir umsögnum um stefnuna.

  • Fjölmargir íbúar mættu á fundinn.
    Íbúafundir er einn þáttur lýðræðislegrar þátttöku, og eru þeir yfirleitt vel sóttir í Garðabæ.

Nú hafa drög að endurskoðaðri lýðræðisstefnu Garðabæjar litið dagsins ljós en stefnan var unnin af þverfaglegum starfshópi starfsmanna í samráði við fjölskylduráð Garðabæjar.

Lýðræðisstefna Garðabæjar byggir á meginmarkmiðunum þátttöku, þekkingu og þróun. Stefnan tekur jafnframt mið af þeim undirmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem Garðabær hefur valið sér til innleiðingar og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Í öðrum stefnum Garðabæjar líkt og jafnréttisstefnu, lýðheilsu- og forvarnastefnu, skólastefnu og þjónustustefnu eru áherslur og markmið sem tengjast lýðræðisstefnu bæjarins. Einnig var stuðst við handbók Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð við gerð stefnunnar.

Hér að neðan má finna drög að endurskoðaðri lýðræðisstefnu Garðabæjar ásamt drögum að viðaukum (aðgerðaráætlun, lög og reglugerðir, leiðir til að hafa áhrif).

Við leitum nú til bæjarbúa eftir umsögnum um drögin. Hægt er að skila inn umsögnum um stefnuna, aðgerðaráætlun eða fylgiskjöl á samráðsgátt. Einnig er hægt að skila inn tillögum um hvernig íbúar vilja taka þátt og hafa áhrif í einstaka málaflokkum.

> Hér er hægt að fara inn á samráðsgátt um lýðræðisstefnu Garðabæjar <

Ef notendur geta ekki notað samráðsgáttina af einhverjum ástæðum, er einnig hægt að senda umsagnir á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is.

Hér má finna lýðræðisstefnu Garðabæjar frá árinu 2010 sem verið er að endurskoða.