10. júl. 2019

Dugleg ungmenni í vinnuskólanum

Yfir 500 ungmenni á aldrinum 13-16 ára stunda störf í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Vinnuskólinn fór af stað í byrjun júní þegar 28 flokkstjórar sumarsins hófu störf.

  • Vinnuskóli 2019
    Vinnuskóli 2019

Yfir 500 ungmenni á aldrinum 13-16 ára stunda störf í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Vinnuskólinn fór af stað í byrjun júní þegar 28 flokkstjórar sumarsins hófu störf. Fyrstu vikuna sátu flokkstjórar ýmsa fyrirlestra og tóku þátt í fræðslu með það að leiðarljósi að vera sem best í stakk búin þegar ungmennin mættu til starfa. Auk þess að leggja sig fram við að snyrta og bæta beð og umhverfi Garðabæjar snýst vinnuskólinn um að leiðbeina börnum í starfi og leik. Starf Vinnuskólans er fjölbreytt og er mikilvægt að horfa ekki einungis til verka í bænum heldur einnig á almenna vellíðan ungmennana.

Ekki má líta fram hjá því stóra hlutverki sem vinnuskólinn gegnir þegar kemur að framboði á leikja- og íþróttanámskeiðum fyrir börn. Mikill fjöldi unglinga starfar víða um bæ hjá hinum ýmsu félögum og öðlast þar mikilvæga starfsreynslu.

Starf Vinnuskólans hefur gengið vel í sumar og hefur verið í nógu að snúast, ásamt því að veðrið hefur leikið við ungmennin.

Vinnuskoli-3Vinnuskoli-8Vinnuskoli-9