18. sep. 2024

Dugnaður í sumarstarfsfólki umhverfishópa

Það er óhætt að segja að þeir ungu Garðbæingar sem störfuðu í umhverfishópum bæjarins í sumar hafi unnið gott starf og tryggt fallega ásýnd bæjarins yfir sumartímann. Verkefnin voru fjölbreytt.

Meðal helstu verkefna sem umhverfishópar Garðabæjar tókust á við í sumar voru umhirða gróðurbeða, málningarvinna, viðhald stíga, þökulagningar og aðstoð við gróðursetningu sumarblóma. Þetta í bland við önnur tilfallandi verkefni.

Einnig má nefna að í tilefni Hinsegin daga fengu sumarstarfsmenn það skemmtilega hlutverk að hressa upp á litina í regnbogagötunni við ráðhús Garðabæjar.

Meðfylgjandi eru nokkrar fyrir og eftir myndir sem varpa ljósi á verkefnin sem unnin voru af sumarstarfsmönnum í umhverfishópum í sumar.

1_1726568852364

Fyrir afrahreinsun á beði fyrir ofan Garðatorg.

2

Eftir afrahreinsun á beði fyrir ofan Garðatorg.

3_1726568852573

Sunnuflöt, fyrir.

4_1726568852570

Sunnuflöt, eftir.

5

 Nokkrir starfsmenn í Umhverfishópum Garðabæjar dreifðu kurli á stíga á frisbígolfvellinum á Vífilstöðum. Fyrir.

6_1726568852801

Eftir

7_1726568852785

8_1726568852846

9_1726568853067

10