Utanvegshlaupið Eldslóðin á laugardaginn
Utanvegshlaupið Eldslóðin fer fram á morgun, 13. september. Upphaf hlaupsins er við Vífilsstaði og er komið í mark á sama stað.
Utanvegshlaupið Eldslóðin er haldið í Garðabæ á morgun, laugardaginn 13. september. Upphaf hlaupsins er við Vífilsstaði og er einnig komið í mark á sama stað.
Hægt er að hlaupa 5 km, 10 km eða 29 km. Lengri brautin er frá Vífilsstöðum að Vífilsstaðavatni, inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum.
Á vef Eldslóðarinnar má sjá hvenær ræsing hlaupara er og kortaf þeim leiðum sem þátttakendur fara.
Hér má sjá 10km hlaupaleiðina.