29. jan. 2026

Endurbætur á göngugötunni á Garðatorgi

Framkvæmdir við breytingar og endurbætur á göngugötunni á Garðatorgi eru hafnar. Vinnan felur í sér endurnýjun á þaki og gólfefni.

Framkvæmdir við breytingar og endurbætur á göngugötunni á Garðatorgi eru hafnar. Vinnan felur í sér endurnýjun á þaki og gólfefni.

Framkvæmdir verða skipulagðar í áföngum til að tryggja góðan aðgang að verslunum og þjónustu á Garðatorgi eins og kostur er. Tímabundnar merkingar og leiðbeiningar verða settar upp meðan á vinnu stendur til að tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um svæðið.

Lagt verður upp með að halda öllu raski fyrir íbúa og rekstraraðila í lágmarki. Sömuleiðis verður gætt að því að vinnusvæðið sé snyrtilegt og því vel við haldið.

Áætluð verklok eru 1. maí 2026.