Endurbætur á leiksvæðum á Álftanesi
Undanfarin ár hefur verið unnið að margvíslegum endurbótum á opnum leiksvæðum á Álftanesi.
-
Leiksvæði við Lambhaga á Álftanesi
Undanfarin ár hefur verið unnið að margvíslegum endurbótum á opnum leiksvæðum á Álftanesi. Í sumar voru framkvæmdir á þremur leiksvæðum, við Miðskóga, Lambhaga og við Bjarnastaði, kláraðar. Undirlag var bætt á þessum svæðum, t.d. voru settar gúmmíhellur og torf og stéttar undir piknikborð. Einnig voru sett ný leiktæki í stað illa farinna tækja sem voru fyrir. Á meðfylgjandi myndum með frétt má sjá leiksvæðin eftir endurbætur.
Leiksvæði við Miðskóga:
Leiksvæði við Bjarnastaði / Efstakot:
Leiksvæði við Lambhaga: