8. jún. 2018

Endurheimt votlendis

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók í gær á móti fulltrúum Garðabæjar, Votlendissjóðsins og Knattspyrnusambands Íslands á Bessastöðum í tilefni af því að KSÍ hefur ákveðið að kolefnisjafna flugferðir liðsins í Rússlandsferðinni þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla.

  • Endurheimt votlendis
    Endurheimt votlendis

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók í gær á móti fulltrúum Garðabæjar, Votlendissjóðsins og Knattspyrnusambands Íslands á Bessastöðum í tilefni af því að KSÍ hefur ákveðið að kolefnisjafna flugferðir  liðsins í Rússlandsferðinni þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla.

Framlagið gengur til Votlendissjóðsins sem mun nýta það til að moka í skurði í landi Bessastaða í því skyni að stuðla þar að endurheimt votlendis og vinna þannig gegn neikvæðum loftslagsbreytingum. Af því tilefni hófu forseti og gestir hans verkið og tóku nokkrar táknrænar skóflustungur við fráveituskurð sem ætlunin er að loka í sumar.

Áður hefur Garðbær unnið að endurheimt votlendis við:

Kasthúsatjörn

-Árið 2016 hlaut umhverfisnefnd Garðabæjar styrk frá Landgræðslunni til að endurheimta votlendið í kringum tjörnina og tók Toyota einnig þátt í að styrkja verkefnið.

-Í landi Bessastaða

Endurheimt votlendis á Bessastaðanesi á Álftanesi fékk styrk til framkvæmdar á sama tíma árið 2016 og verkefnið við Kasthúsatjörn. Markmiðið var að endurheimta það votlendi sem áður einkenndi þetta svæði. Endurheimt voru votlendi upp af tveimur víkum, Norðurvík og Músavík.

-Við Urriðavatn

Árið 2017 í samstarfi við Toyota á Íslandi, Urriðaholt ehf., Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. og Landgræðslu ríkisins.

Endurheimt votlendisEndurheimt votlendis

Endurheimt votlendis