Endurnýjun lagna á Álftanesi
Fyrirhuguð er endurnýjun stofnlagna fyrir hita- og vatnsveitu á Álftanesi. Lagnirnar sem um ræðir liggja meðfram Suðurnesvegi, frá hringtorgi að Breiðamýri og þaðan að Birkiholti.
-
Endurnýjun lagna á Álftanesi
Fyrirhuguð er endurnýjun stofnlagna fyrir hita- og vatnsveitu á Álftanesi. Lagnirnar sem um ræðir liggja meðfram Suðurnesvegi, frá hringtorgi að Breiðamýri og þaðan að Birkiholti.
Framkvæmdir munu hefjast í byrjun ágúst og eru áætluð verklok í október 2019.
Talsverð umferð vörubíla og vinnutækja verður á svæðinu á verktíma og munu gönguleiðir á svæðinu raskast hluta verktímans. Til að tryggja öryggi vegfarenda verða viðeigandi merkingar settar upp, þar sem bent verður á hjáleiðir.
Tímabundin lokun fyrir umferð að hluta eða öllu leyti verður kynnt sérstaklega á svæðinu, sem og lokanir fyrir vatn- og rafmagn þegar og ef til þess kemur.
Það eru Veitur sem standa að þessari framkvæmd og verktaki er Auðverk ehf. Bréf með upplýsingum um framkvæmdina hefur verið sett í dreifingu í hús á Álftanesi.