17. maí 2023

Endurnýjun opinna leikvalla í Garðabæ

Í Garðabæ eru yfir 40 opnir leikvellir sem eru önnur leiksvæði en þau sem eru við grunnskóla og leikskóla. Undanfarin ár hafa fjölmargir opnir leikvellir verið endurnýjaðir og aðrir nýir bæst við.

Í Garðabæ eru yfir 40 opnir leikvellir sem eru önnur leiksvæði en þau sem eru við grunnskóla og leikskóla. Undanfarin ár hafa fjölmargir opnir leikvellir verið endurnýjaðir og aðrir nýir bæst við.

Á árinu 2018 fór fram undirbúningsvinna hvernig forgangsraða ætti þeim leiksvæðum sem þurfti að endurnýja. Út frá þeirri vinnu var ákveðið að forgangsraða leiksvæðunum með ástandsskoðun ásamt því að horfa til fjölda skráðra barna á aldrinum 0 - 16 ára í bænum.

Á ýmsum stöðum hefur verið bætt við tækjum fyrir yngri börn og á öðrum hafa t.d. verið settir klifurkastalar og annað sem höfða meira til stálpaðra barna. Í flestum hverfum eru nú komin tæki fyrir alla aldurshópa að auki er lögð áhersla á öryggismál eins og fallvarnarefni. Áfram verður unnið að því að endurnýja eldri svæði og byggja upp ný leiksvæði ásamt því að sinna stöðugu eftirliti og viðhaldi svæðanna.

Um er að ræða 17 opna leikvelli sem hafa verið endurnýjaðir í Garðabæ á síðustu 4 árum að hluta eða öllu leyti. 

Í ár stendur til að endurnýja 4. opna leikvelli. Staðsetning leikvallanna í bænum er merkt inn á kortavef Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í maí og að þeim verði lokið fyrir 1. september á þessu ári.

Eftirtaldir opnir leikvellir verða endurbættir í ár að hluta eða öllu leyti

  •  Kjarrmóar
  •  Lyngmóar (að hluta)
  •  Lyngprýði
  •  Sjávargata

Leiksvaedi