26. sep. 2018

Erindi um þróunarverkefnið Sögupokar

Ágústa Kristmundsdóttir, sérkennslustjóri og Harpa Kristjánsdóttir, deildarstjóri, frá leikskólanum Ökrum í Garðabæ voru með málstofuerindi á ráðstefnunni Læsi í skapandi starfi sem var haldin í Háskólanum á Akureyri 15. september síðastliðinn.

  • Ágústa Kristmundsdóttir og Harpa Kristjánsdóttir
    Ágústa Kristmundsdóttir og Harpa Kristjánsdóttir

Ágústa Kristmundsdóttir, sérkennslustjóri og Harpa Kristjánsdóttir, deildarstjóri, frá leikskólanum Ökrum í Garðabæ voru með málstofuerindi á ráðstefnunni Læsi í skapandi starfi sem var haldin í Háskólanum á Akureyri 15. september síðastliðinn.

Þar kynntu þær þróunarverkefnið Sögupokar sem unnið er með styrk frá þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Um er að ræða málörvunaraðferð þar sem unnið er heilstætt með læsi í víðum skilning s.s. lesskilning, orðaforða, þjálfun hljóðkerfisvitundar og tjáningu.

Málstofan var mjög vel sótt og vakti kynningin mikla athygli en margir höfðu áhuga á að kynna sér þetta efni betur.

Yfirskrift ráðstefnunnar var tengsl læsis og sköpunar og var hún ætluð kennurum á öllum skólastigum. Auk fyrirlestra voru málstofuerindi og vinnustofur þar sem kynnt voru ýmis verkefni er lúta að læsi í skapandi skólastarfi. 

Hér má lesa nánar um verkefnið Sögupokar.