Ert þú að flokka rétt?
Ef sorp ekki er flokkað rétt getur sorphirða tafist umtalsvert.
Nýtt sorphirðukerfi var innleitt í fyrrasumar með góðum árangri þar sem fjórum úrgangsflokkum er safnað við hvert heimili, þ.e. matarleifar, plast, pappír og blandaður úrgangur. Við bendum á að bílstjórar sorphirðu tæma ekki sorptunnur sé vitlaust flokkað í þær og þar af leiðandi getur sorphirða tafist umtalsvert sé ekki flokkað rétt. Einnig minnum við á að bílstjórar sorphirðu þurfa að hafa greiðan aðgang að sorptunnum svo hægt sé að tæma þær.
Í tunnu fyrir plast má setja umbúðir úr plasti. Til að hægt sé að endurvinna plast þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðum, annars eiga þær heima með blönduðum úrgangi.
Hér fyrir neðan eru prentvænar leiðbeiningar um flokkun plasts af vef Íslenska gámafélagsins.
Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur og sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi.
Hér fyrir neðan eru prentvænar leiðbeiningar um flokkun pappírs af vef Íslenska gámafélagsins.
Matarleifar falla til í eldhúsum heimila og fyrirtækja. Eingöngu má nota jarðgeranlega poka fyrir þennan úrgangsflokk. Matarleifunum er umbreytt í moltu sem til dæmis er hægt að nýta í landgræðslu.
Hér fyrir neðan eru prentvænar leiðbeiningar um flokkun matarleifa af vef Íslenska gámafélagsins.
Vakin er athygli á að sjö grenndarstöðvar eru í Garðabæ.