22. okt. 2024

Sjö grenndarstöðvar í Garðabæ

Sjö grenndarstöðvar eru í Garðabæ, þrjár litlar og fjórar stórar. Við hvetjum íbúa til að flokka og nýta grenndarstöðvarnar.

Litlar grenndarstöðvar í Garðabæ taka á móti gleri, málmumbúðum og skilagjaldskyldum flöskum og dósum.

Staðsetning þeirra:

  • Holtsvegur 49
  • Sjálandsskóli
  • Álftanes - Suðurnes við golfvöll​

Stórar grenndarstöðvar taka á móti gleri, málmumbúðum og skilagjaldsskyldum flöskum og dósum, auk plastumbúða og pappír og pappa.

Staðsetning þeirra:

  • Skólabraut 5
  • Ásgarður
  • Holtsvegur 21
  • Álftanes - Norðurnes við spennistöð

​Nánari upplýsingar um hvaða grenndarstöð er næst þér má sjá á á korti á vef Sorpu.

Ef þú vilt koma á framfæri ábendingu varðandi grenndarstöðina þína hafðu þá samband við okkur í gegnum ábendingarvef Garðabæjar.