Farið yfir frágang við brunna í Urriðaholti
Unnið er að því að skoða frágang við brunna í Urriðaholti.
Fulltrúar frá Garðabæ hafa farið á vettvang í Urriðaholti þar sem slys varð föstudaginn 4. október þegar drengur féll ofan í brunn við fjölbýlishús.
Garðabær hefur rætt við verktaka hjá ÞG verk sem vinna nú að því að taka jarðveg í kringum brunninn niður, setja varanlegt lok á hann og tyrfa yfir. Sömuleiðis nú lögð áhersla á að kanna frágang við samskonar brunna á lóðum sem verktakinn hefur byggt á í hverfinu.
Frágangur á brunnum í bæjarlandi og eigu Garðabæjar er annar. Þar eru þung brunnlok sett yfir sem bærinn hefur ávalt aðgang að.
Ef íbúar verða varir við hluti sem eru ekki eins og þeir eiga að vera eða geta valdið slysum í bæjarlandinu er mikilvægt að hafa samband við Garðabæ í gegnum ábendingavef umhverfis eða Þjónustuver Garðabæjar í síma 525-8500.
Húsfélög eru hvött til að kanna frágang á sínum lóðum og vera í samskiptum við verktaka ef þess gerist þörf.