3. feb. 2025

Fjölbreytt kynfræðsla í félagsmiðstöðvunum í Viku6

Vika6 fer fram 3.–7. febrúar og í ár er þemað líkaminn og kynfærin.

Vika6 er hafin en um árlegt kynheilbrigðisátak er að ræða, haldið í sjöttu viku hvers árs. Þá er hugmyndin að setja kynfræðslu í aðalhlutverk í skóla- og frístundastarfi. Í ár er þema Viku6 líkaminn og kynfærin.

Það verður skemmtileg dagskrá í félagsmiðstöðvum Garðabæjar í tilefni af Viku6.

Elítan mun sýna þættina Sex Education og fara í kynfræðsluspilið „Sleikur“.

Urri verður í samstarfi við Urriðaholtsskóla og fær meðal annars Siggu Dögg kynfræðing í spjall, ásamt því að vinna að kynfæraskúlptúr.

Garðalundur og Klakinn bjóða upp á skemmtilegt kynfræðslu-spurningaspil í gegnum Kahoot og vinna að kynfæraskúlptúr.

Þessa viku verður einnig fjölbreytt fræðslu sett inn á samfélagsmiðla félagsmiðstöðvanna.