Fjölbreytt sumarnámskeið í boði fyrir börn
Á vef Garðabæjar má nálgast upplýsingar um fjölbreytt sumarnámskeið sem eru í boði fyrir börn í Garðabæ.
Hérna má finna helstu upplýsingar um þau sumarnámskeið sem eru í boði fyrir börn í Garðabæ og hlekkir yfir á vefsíður þeirra félagasamtaka sem halda námskeiðin.
Athugið að listinn er ekki tæmandi, en hér er að finna öll þau námskeið sem Garðabær hefur fengið upplýsingar um.
Það er af nógu að taka en á listanum eru námskeið í hestamennsku, myndlist, skátastarfi, leiklist, skák, siglingu og golfi svo nokkur dæmi séu tekin.