Fjölbreytt sumarstörf í boði í Garðabæ
Garðabær auglýsir fjölbreytt sumarstörf fyrir ungmenni fyrir árið 2025.
-
Garðabær auglýsir nú fjölbreytt og spennandi sumarstörf fyrir ungmenni fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars
Garðabær auglýsir fjölbreytt sumarstörf fyrir ungmenni fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Garðabæ er til og með 10. mars, sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar.
Ýmis spennandi störf eru í boði fyrir 17 ára, t.d. í umhverfishópum og við vinnu í kringum sumarnámskeið íþrótta- og tómstundarfélaga. Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd árið 2008).
Sömuleiðis stendur 18 ára og eldri einstaklingum til boða að sækja um fjölbreytt sumarstörf, t.d. almenn garðyrkjustörf, flokkstjórastörf, vinnu í kringum sumarnámskeið íþrótta- og tómstundarfélaga að ógleymdum skapandi sumarstörfum.
Vinnuskólinn fyrir 14-16 ára
Vinnuskólinn verður á sínum stað í sumar en 14 - 16 ára ungmennum (fædd árin 2011, 2010 og 2009) stendur til boða að sækja um í Vinnuskólann. Almenn störf og áherslur í Vinnuskólanum eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf. Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum fyrir þau sem fædd eru árin 2009 og 2010.
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann í lok febrúar.
Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 10. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2009 og 2010 og fimmtudaginn 12. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2011. Áætlaður lokadagur í garðvinnuhópum vinnuskólans er fimmtudaginn 24. júlí.