12. júl. 2022

Fjölbreytt verkefni Skapandi sumarstarfa hjá Garðabæ kynnt á lokasýningu 20. júlí

14 ungmenni hafa unnið að skapandi verkefnum í sumar og munu þau sýna afrakstur starfsins á lokasýningu miðvikudaginn 20. júlí kl. 17-20 á Garðatorgi.

Skapandi sumarstörf er öflugur angi af ungmennastarfi í Garðabæ. Fjórtán hæfileikarík ungmenni skipa 8 hópa sem fengu í sumar tækifæri til að vinna að ólíkum verkefnum sínum í tónlist, fatahönnun, ljóðlist, margmiðlun og myndlist. Hóparnir tóku þátt í Jónsmessuhátíð Grósku við Sjáland þann 23. júní og héldu ungmennin einnig einstaklingsviðburði á síðustu vikum.

Lokasýning starfsins verður haldin miðvikudaginn 20. júlí frá kl. 17-20 á Garðatorgi þar sem sýndur verður afrakstur vinnu hópanna. Sýningin er tækifæri til þess að koma saman og fagna listunum og sjá það sem listamennirnir hafa verið að vinna að í sumar.

Lokasýning: Viðburður á facebook síðu skapandi sumarstarfs.