19. jún. 2019

Fjölmenni í Kvennahlaupi

Kvennahlaupið hélt upp á 30 ára afmæli sitt sl. laugardag, 15. júní þegar fjölmargar konur hlupu um allt land. Að sjálfsögðu var hlaupið í Garðabæ í blíðskaparveðri en boðið var upp á þrjár hlaupaleiðir; 2 km, 5 km og 10 km.

  • Kvennahlaupið í Garðabæ 2019
    Kvennahlaupið í Garðabæ 2019

Kvennahlaupið hélt upp á 30 ára afmæli sitt sl. laugardag, 15. júní þegar fjölmargar konur hlupu um allt land. Að sjálfsögðu var hlaupið í Garðabæ í blíðskaparveðri, en boðið var upp á þrjár hlaupaleiðir; 2 km, 5 km og 10 km.

Fyrsta Kvennahlaupið var haldið í Garðabæ og 7 öðrum stöðum á landinu árið 1990. Fram til ársins 1998 var eina kvennahlaupið á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ en þá var einnig efnt til hlaups í Mosfellsbæ. Upphaflega var markmið hlaupsins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátttöku í starfi íþróttahreyf­ngarinnar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, íslenskar íþróttakonur eru að ná frábærum árangri á heimsvísu og margar konur í forsvari fyrir íþróttahreyfinguna hérlendis. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er haldið á yfir 80 stöðum á landinu og víða erlendis.

Hér má finna myndir af Kvennahlaupinu.

Úthlutað úr 19. júní sjóði

Stofnaður var 19. júní sjóður í tengslum við Kvennahlaupið í Garðabæ en tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ með því að veita fé til uppbyggingar á því sviði. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem hefur umsjón með úthlutun úr 19. júní sjóðnum. Björg Fenger, formaður ráðsins úthlutaði úr sjóðnum á laugardaginn en í ár fengu eftirfarandi aðilar styrk:

 

Lísa Bergdís Arnarsdóttir hlýtur styrk að upphæð kr. 50.000,- vegna ferðar í íþróttaframhaldsskóla í Noregi.

Lísa Bergdís hefur fengið samþykkta inngöngu í nám við NTG íþróttamenntaskóla í Kongsvinger, Noregi. NTG er meðal fremstu íþróttaskóla á Norðurlöndunum. Nemendur eru handvaldir inn í skólann. Lísa æfir handbolta með Stjörnunni og hefur ítrekað verið valin í unglingalandslið Íslands í handbolta frá því að val hófst í hennar aldursflokki.

Blakdeild UMFÁ hlýtur styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna útbreiðsluverkefnis í blaki meðal ungra kvenna

Markmið verkefnisins er að hefja byrjendablak sem sérstaklega er ætlað stelpum og konum. Mikið brottfall kvenna er úr íþróttum. Markmiðið er að auka fjölbreytni íþrótta í sveitarfélaginu fyrir konur á öllum aldri með því að spila blak í góðum og skemmtilegum félagsskap. 


Kvennahlaupið í Garðabæ 2019Kvennahlaupið í Garðabæ 2019Kvennahlaupið í Garðabæ 2019