5. des. 2019

Fjölmennt í jóladagskránni á Garðatorgi

Það var fjölmennt á Garðatorgi laugardaginn 30. nóvember sl. þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu sem er staðsett fyrir framan ráðhústurninn. 

  • Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi
    Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Það var fjölmennt á Garðatorgi laugardaginn 30. nóvember sl. þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu sem er staðsett fyrir framan ráðhústurninn.  Tréð sem prýðir torgið kemur að þessu sinni úr garði íbúa í Ásbúð.  

Dagskráin hófst á ljúfum tónum blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar og því næst steig barnakór leikskólans Hæðarbóls á svið. Hilmar Ingólfsson, formaður Norræna félagsins í Garðabæ bauð gesti velkomna.. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, flutti Garðbæingum góða jólakveðju á íslensku og bað sérstaklega fyrir góðri kveðju frá vinabæ Garðabæjar í Noregi, Asker, sem hefur í gegnum tíðina fært Garðabæ jólatré að gjöf þótt nú sé ný hefð tekin við. Jóna Sæmundsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar Garðabæjar, ávarpaði gesti og fékk til liðs við sig þau Agnesi Ynju Magnúsdóttur og Benedikt Einarsson, nemendur úr Urriðaholtsskóla, til að aðstoða við að tendra ljósin á jólatrénu.  Börn úr Urriðaholtsskóla fluttu nokkur jólalög og að lokum mættu tveir jólasveinar fyrr til byggða og skemmtu viðstöddum. 

Í tilefni dagsins var einnig ókeypis aðgangur þennan laugardag í Hönnunarsafn Íslands sem er staðsett við Garðatorgið og fullt var út úr dyrum á árlegri jólaleiksýningu í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg.  Í ár var það Stopp-leikhópurinn sem flutti verkið ,,Jólin hennar Jóru" fyrir unga gesti bókasafnsins. 

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi