11. okt. 2024

Fjölmörg góð hreyfiúrræði í boði fyrir eldra fólk

Margvísleg hreyfiúrræði eru í boði fyrir eldra fólk í Garðabæ og á vef Garðabæjar finnur þú síðu tileinkaða þeim.

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og
Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Markmiðið með verkefninu er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki, 60 ára og eldra, á landsvísu.

Í tengslum við Bjartan lífsstíll má finna síðu á vef Garðabæjar með lista yfir öll þau góðu hreyfiúrræð i sem eru í boði í bænum. Þar má einnig nálgast dagskrá yfir félagsstarf eldri borgara í Garðabæ fyrir haustið 2024.

Kynntu þér málið hérna: Bjartur lífsstíll: Hreyfing eldra fólks