3. ágú. 2018

SAMAN-hópurinn hvetur til aukinna samvista

Margir Garðbæingar þekkja SAMAN- hópinn en hlutverk hópsins er að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til aukinna samvista við unglingana sem gott er að hafa í huga nú þegar verslunarmannahelgin er að renna upp.

  • SAMAN-hópurinn
    SAMAN-hópurinn

Margir Garðbæingar þekkja SAMAN- hópinn en hlutverk hópsins er að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til aukinna samvista við unglingana sem gott er að hafa í huga nú þegar verslunarmannahelgin er að renna upp.


Á heimasíðu SAMAN-hópsins má nálgast fjölbreyttar greinar sem flestar eru eftir meðlimi hópsins.  Ein þeirra fjallar um unglinga og bæjarhátíðir. 

Þar kemur m.a. fram að samfara bæjarhátíðum eru oft haldin böll með 16 ára aldurstakmarki.

Það er gleðilegt ef foreldrar og unglingar geta dansað og skemmt sér saman en því miður er það skuggi á glæsileika margra bæjarhátíða að böllin verða til þess að unglingadrykkja verður áberandi fylgifiskur þeirra.

Þessu er þó auðveldlega hægt að sporna við. Foreldrar geta haft  áhrif á hvað þeirra unglingur gerir með því að fylgja honum vel eftir, vera góð fyrirmynd og bjóða upp á samveru sem er gefandi fyrir unglinginn. 

Kannanir hafa sýnt að unglingar sem verja miklum tíma með fjölskyldu sinni, búa við umhyggju, aðhald og stuðning foreldra eru líklegri til að forðast áhættuhegðun, s.s. áfengis- og fíkniefnaneyslu. Þau eru einnig líklegri til að standast neikvæðan hópþrýsting.

Verum saman um helgina!