Fjórar nýjar slökkvibifreiðar SHS afhentar
Í vikunni fór fram formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum þegar stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins tók við lyklunum og afhenti slökkviliðinu.
-
Stjórn SHS og slökkviliðsstjórar
Í vikunni fór fram formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum þegar stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins tók við lyklunum og afhenti slökkviliðinu. Nýju bifreiðarnar eru mjög fullkomnar og búnar nýjum slökkvibúnaði sem ekki hefur verið notaður áður hér á landi, þar á meðal búnaði sem getur gert göt á byggingarefni (sprautað í gegnum þau).
Um tímamót er að ræða í starfsemi og þjónustu SHS en nýjar slökkvibifreiðar voru síðast teknar í notkun árið 2003 hjá SHS. Þjálfun starfsmanna á nýju bílana er þegar hafin og bílarnir fjórir dreifast á hverja starfsstöð SHS sem eru fjórar talsins.
Á vef SHS má sjá nánari upplýsingar um starfsemi slökkviðisins en stofnendur og eigendur SHS eru sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðið heldur einnig úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að fylgjast með margvíslegu skemmtilegu og áhugaverðu úr daglegu starfi slökkviliðisins.