24. mar. 2025

Flakkið heldur áfram

Almar býður upp á opna viðtalstíma fyrir íbúa á víð og dreif um bæinn.

  • Almar á spjalli við áhugasama bæjarbúa.

Almar Guðmundsson bæjarstjóri kemur sér fyrir með kaffibolla á víð og dreif um Garðabæ og býður upp á opna viðtalstíma fyrir íbúa. Gert er ráð fyrir að fólk geti fengið sér sæti með bæjarstjóra í stutta stund til að ræða málin. Öll velkomin.

Næstu tímar eru sem hér segir:

Miðvikudagurinn 26. mars frá klukkan 16:30 til 17:30 í Ásgarðslaug

Fimmtudagurinn 27. mars frá klukkan 14:30 til 16:00 í Jónshúsi