Flugeldaruslið á réttan stað
Á nýársdag verður hægt að fara með allt flugeldarusl í sérstaka gáma sem verða á fjórum stöðum í Garðabæ.
Við hvetjum íbúa Garðabæjar til að hjálpast að við að hreinsa upp flugeldarusl og koma því á réttan stað. Í Garðabæ verða þar til gerðir gámar fyrir flugeldarusl á fjórum stöðum; við Urriðaholtsskóla, Ásgarð, Hofsstaðaskóla og á Álftanesi. Endurvinnslustöðvar SORPU taka líka á móti flugeldarusli , þær opna þann 2. janúar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá staðsetningu gámanna sem ætlaðir eru fyrir flugeldrarusl.