23. nóv. 2022

Formannsskipti í stjórn SSH

Aðalfundur SSH var haldinn föstudaginn 18. nóvember 2022 í Félagsgarði í Kjósarhreppi. Auk almennra aðalfundarstarfa urðu formannsskipti í stjórn SSH þar sem Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, við keflinu af Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar.

  • Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
    Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Aðalfundur SSH var haldinn föstudaginn 18. nóvember 2022 í Félagsgarði í Kjósarhreppi. Auk almennra aðalfundarstarfa urðu formannsskipti í stjórn SSH. Formennska í stjórn samtakanna skiptist milli framkvæmdastjóra sveitarfélaganna þannig að hver þeirra gegnir því embætti í tvö ár.

Á fundinum tók Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, við keflinu af Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, og mun hún gegna formennsku stjórnar fram að aðalfundi samtakanna 2024. Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar gegndi formennsku frá nóvember 2020 og þar til hann lauk störfum sem bæjarstjóri sl. vor. Þá tók Almar Guðmundsson við sem bæjarstjóri sem og við formennsku í stjórn SSH.