22. ágú. 2025

Forvarnarmolar til foreldra í Garðabæ

Garðabær tekur þátt í forvarnarátakinu Verum klár sem er ætlað að vekja samfélagið til vitundar um þær áskoranir sem blasa við í forvarnarstarfi.

Nú er sumarið að renna sitt skeið og haustið með sínu skipulagi að taka við. Af því tilefni viljum við deila með foreldrum og forráðafólki barna og ungmenna í Garðabæ nokkrum fróðleiksmolum og hvatningu, sem er líður í átakinu Verum klár.

Garðabær tekur þátt í forvarnarátaki Reykjavíkurborgar Verum klár sem er ætlað að vekja samfélagið til vitundar um þær áskoranir sem blasa við í forvarnarstarfi. Markmiðið er að ná til barna og ungmenna með jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum, en líka til foreldra og annarra sem gegna mikilvægu hlutverki í forvarnarstarfi.

Hér má nálgast fróðleiksmola og hvatningu Verum klár