4. okt. 2019

Forvarnavika Garðabæjar

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 9.-16. október 2019. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „vinátta er fjársjóður - samvera og umhyggja“. Boðið verður upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ.

  • Forvarnavika Garðabæjar
    Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 9.-16. október 2019.

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 9.-16. október 2019. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „vinátta er fjársjóður - samvera og umhyggja“. Boðið verður upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ.

Teiknisamkeppni

Haldin var teiknisamkeppni meðal nemenda í leik- og grunnskólum bæjarins um mynd á veggspjöld forvarnarvikunnar. Fimm myndir hlutu viðurkenningu og munu þær skreyta stofnanir bæjarins og minna okkur á mikilvægi samveru og vináttu.

Viðburðir vikunnar

Forvarnavika Garðabæjar er nú haldin í fjórða sinn og verða fjölmargir viðburðir þetta árið:

ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 

Jónshús, Strikinu 6, kl. 14 
Ingrid Kuhlman „Samvera – lykill að farsælli öldrun“. 

Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi samveru og félagslegra tengsla.

MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 
Stjörnuheimili, kl. 18

Fyrirlestur um samskipti Anna Steinsen frá Kvan. 

FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 
Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 17-18:30 
Spilavinir 

Spilavinir mæta með fullt af alls konar spilum fyrir alla fjölskylduna og kenna og leiðbeina eftir þörfum. Verið velkomin í skemmtilega fjölskyldustund.

FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 
Álftaneslaug kl. 18-19 
Samflot 

Sigrún Magnúsdóttir sér um samflot í Álftaneslaug. Allir velkomnir.

LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 
Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 11:30 
Lesið fyrir hund 

Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi býður börnum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Hægt er að koma með eigin bók eða velja sér bók í barnadeild safnsins. Skráning er á netfangið bokasafn@gardabaer.is, í afgreiðslu eða í síma 591-4550.

Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 13 
Bjarni Fritzon í fjölskyldustund 

Bjarni Fritzson höfundur les upp úr Orra óstöðvandi. Orri er ellefu ára strákur sem segir frá „besta ári lífs síns“ í fyrstu persónu frásögn.

Íþróttahúsið á Álftanesi kl. 14-17 
Fjölskyldudagur 

 UMFÁ verður með fjölskyldudag þar sem börnum er boðið að koma í íþróttasalinn og leika sér, t.d. spila badminton, bandí, körfubolta og fleira. Þjálfarar félagsins verða á staðnum. Hollar veitingar í boði. 

Íþróttamiðstöðin Ásgarður 
Ratleikur 12.-13. október 

Ratleikur fyrir fjölskyldur er ræstur í Ásgarði. Hægt er að hefja leikinn milli kl. 10-16 laugardag og sunnudag.

SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 
Frisbígolfvöllurinn við Vífilsstaði kl. 13-15 
Frisbígolfkennsla
  

Kennsla og kynning á frisbígolfi.

ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 
Sjálandsskóli kl. 20 
Fræðslufyrirlestur 

„Heilbrigt fjölskyldulíf – styrleikar og áskoranir“ Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduþerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl. 

„Hið ósýnilega afl: Hvernig stemning mótar hegðun einstaklinga og hópa – til góðs eða ills” Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. 

Ókeypis aðgangur og heitt á könnunni.

MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kl. 13:15 
Leikrit fyrir 10. bekk 

Garðabær býður öllum nemendum í 10. bekk í bænum á leikritið „Fyrirlestur um eitthvað fallegt“ eftir atvinnuleikhópinn Smartílab. Sýningin fjallar um kvíða og kvíðaröskun á gamansaman hátt og vekur áhorfendur til umhugsunar um þennan kvilla sem hrjáir mikið af ungu fólki í dag.


Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.