Forvarnavika í Garðabæ
Í forvarnaviku Garðabæjar 2023 ætlum við að skoða samskiptin okkar með fjölskyldum, skólum og íþróttafélögum.
Í forvarnaviku Garðabæjar 2023 ætlum við að skoða samskiptin okkar með fjölskyldum, skólum og íþróttafélögum. Fræðsla og viðburðir verða á vegum þessara aðila þar sem meðal annars verður horft til þess:
- Hvernig tökumst við á við ágreining?
- Hvernig eigum við í jákvæðum samskiptum?
- Hvernig sköpum við gott samfélag?
Góð samskipti skapa gott samfélag, en jákvæð samskipti eru alltaf byggð á umburðarlyndi.
Forvarnavika 4.-11. október 2023